Mihaly Csikszentmihalyi

_mfp7055

Prófessor Mihaly Csikszentmihalyi er upphafsmaður og hugmyndasmiður flæðis (e. flow). Hann er ungverskur sálfræðiprófessor og er menntaður í Bandaríkjunum, hann er einnig listmálari. Hann hefur sett fram kenningar um flæði, skrifað margar fræðibækur og yfir hundrað greinar um flæði og rannsakað hugarástand fólks. Kenningar hans eru flokkaðar sem samskiptakenningar. Mihaly fór að velta fyrir sér hvað veitir fólki hamingju. Hann byrjar í raun að átta sig á flæði eða því hugarástandi sem því fylgir þegar hann var settur í ítalskar fangabúðir þegar hann var barn í seinni heimstyrjöldinni. Hann sökkti sér niður í að tefla tímunum saman, það hjálpaði honum að komast auðveldlega yfir í annan heim og gleyma öllu sem var að gerast í kringum hann. Hann velti líka fyrir sér hvaða drifkraft fullorðna fólkið í kringum hann hafði þrátt fyrir aðstæður í stríðinu. Þegar hann varð eldri fór hann í klettaklifur og áttaði sig á að hann var í sama hugarástandi þar og þegar hann var í hörmungaraðstæðum þar sem hann gleymdi sér alveg og sökkti sér í viðfangsefnið. Hann gleymdi einnig stað og stund þegar hann var niðursokkinn í að mála listaverk. Hann áttaði sig á því að hægt er að finna hamingju og drifkraft í ólíkum umhverfisaðstæðum. Mihaly er sérfræðingur í sköpunargleði og hamingju og jákvæðri sálfræði.

Í upphafi þróunarvekefnisins Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar kom upp sú hugmynd að hafa samband við Mihaly Csikszentmihalyi. Í Rauðhól starfar Zsuzanna Oláhné ungverskur íþróttakennari og hún tók að sér að hafa samband við Mihaly samlanda sinn. Hann þáði boð okkar um að koma og vera með erindi á ráðstefnu sem leikskólinn Rauðhóll stóð fyrir í október 2018. Inntak ráðstefnunnar var flæði og jákvæð sálfræði.

Facebook síða Mihaly Csikszentmihalyi

Capture.PNG

Fligby – Flæði í stjórnun og viðskiptum

fligby