Leikskólinn Rauðhóll

… þar sem kærleikurinn og gleðin býr!

Leikskólinn Rauðhóll tók fyrst til starfa 1. mars 2007 og starfar nú í þremur húsum með tíu deildir. Starfstöðvarnar heita Litir, Ævintýri og Skógarhúsið í Björnslundi en það tók til starfa vorið 2009.

Fjöldi barna í leikskólanum er 206. Starfsmenn eru 65 og eru fjölbreyttur hópur hvað varðar aldur, reynslu og menntun. Í leikskólanum starfa 24 leikskólakennarar og einnig fleiri með ýmsa aðra uppeldis- og kennslufræðilega menntun.

Leikskólinn er staðsettur í Norðlingaholtinu og er í nálægð við Rauðavatn, Elliðaárdal, Heiðmörk og Rauðhóla. Nærumhverfi skólans býður upp á fjölbreytta  möguleika til skapandi og skemmtilegs útináms fyrir börn og starfsfólk. Útikennsla og útinám er stór hluti af menningu Rauðhóls.

Screen shot 2019-02-13 at 5.37.54 PM

Hér getur þú kíkt á heimasíðu Rauðhóls