Ráðstefna

_mfp7196
Starfsfólk Rauðhóls ásamt fyrirlesurum ráðstefnunnar.

Ráðstefna um flæði var haldin á vegum Leikskólans Rauðhóls þann 19. október 2018. Heiti ráðstefnunnar var Flæði – Hugarástand í leik og starfi. Yfir 300 manns úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins sóttu ráðstefnuna. Samstaða og gleði starfsfólks Rauðhóls var ríkjandi við undirbúning og framkvæmd ráðstefnunnar. Þetta er samheldinn hópur sem lætur verkin tala. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var prófessor Mihaly Csikszentmihalyi sem er heimsþekktur sálfræðingur. Hann er einn af frumkvöðlum jákvæðrar sálfræði og þekktur fyrir kenningar sýnar um flæði, sköpun og lífshamingju. Með honum var doktor Nuszpl Judit Ágnes. Þau fluttu saman erindið Leyfið þeim að flæða, leyfið þeim að leika – Mikilvægi flæðis í skólastarfi og einnig erindið Leyfið þeim að blómstra – Fyrstu niðurstöður úr flæðisrannsókn. Í framhaldi af þeirra fyrirlestri kom starfsfólk Rauðhóls fram með sögur úr starfi leikskólans. Þar lögðu þau áherslu á frásagnir af því hvernig börn og starfsfólk komast saman í flæði í leikskólastarfi. Lokafyrirlesturinn var í höndum Guðrúnar Snorradóttur sérfræðings í hagnýtri sálfræði með erindið Flæði og styrkleikar á vinnustað.

 

Ráðstefnubæklingurinn

42628019_10155746058833341_3939893596496330752_n